Sófus

Einu sinni var ég í ritnefnd skólablaðsins í Valhúsaskóla, unglingaskólans á Seltjarnarnesi. Blaðið, sem kom út 1-2 sinnum á vetri, hét reyndar Ásbjörn, en við vorum um tíma að reyna að koma líka á fót snepli með fréttum úr félagslífinu, og átti hann að heita Sófus. Hvers vegna man ég ekki.

En nafnið Sófus er nú komið með áþreifanlegum hætti inn í líf mitt. Sófus er nefnilega köttur foreldra minna og systkina. Reyndar er hann bara kettlingur ennþá, kom í heiminn í nóvemberlok, en er heittelskaður á Látraströndinni. Það er von, því hann er bæði ósköp sætur, lítill og vitlaus.

Sófus er nú kominn í pössun í Þórðarsveignum. Mitt fólk á leið til Belgíu um páskana og kisi kominn til vikudvalar hjá kattavinunum í Grafarholtinu. Við erum reyndar orðin nokkuð vön kattapössun, kannski við förum að stunda þetta. Einu sinni pössuðum við bæði hús og kött fyrir frænku mína í Vesturbænum, og svo höfðum við líka kött Eiðaklerks hjá okkur í Kirkjumiðstöðinni um tíma. En hann átti reyndar að vera á músaveiðum þar, en nennti þeim ómögulega!

Ég hugsa að Sófus myndi reyna að veiða mýs ef hann fengi tækifæri til þess. En hann má ekki fara út. Hann er of lítill til þess. Hann má eiginlega ekki gera neitt nema skottast um gólfin hérna, kúra í sófanum eða körfunni sinni og klóra í klóruprikið sitt. Þó held ég að honum sé farið að líka þetta ágætlega. Hann var svo sem ekki sáttur í búrinu á leiðinni hingað í gærkvöldi, mjálmaði hálfa leiðina. En var fljótur að ná sér á strik þegar hann uppgötvaði að hann fengi bæði mat og stað til að kúra á hérna. Svona er kattalífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á þig hér fyrir tilviljun Þorgeir minn og datt í hug að kasta á þig kveðju. Það er alltaf gaman að fá að skyggnast inn í fullorðið líf "unglinganna" sinna og mér sýnist á öllu að vel hafi úr þér ræst (kemur svo sem ekki á óvart) og þú sért á þeirri braut sem þú ætlaðir þér og stefndir á. Hafðu það gott og ég bið líka að heilsa systur þinni.  Linda fyrrv. Selskona

Lindablinda (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Þorgeir Arason

Já, gaman að heyra frá þér aftur eftir öll árin Linda - long time, no see! Vona að þú hafir það sem allra best sömuleiðis. Bestu kveðjur, Þorgeir Seltirnirngur.

Þorgeir Arason, 18.3.2008 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband