Mánudagur, 22. janúar 2007
Íþróttir fyrir Alla
Þeir sem mig þekkja vita, að ég er lítill áhugamaður um íþróttir. Segja má, að viðhorf mitt til að fylgjast með íþróttakappleikjum sé svipað og viðhorf flestra Íslendinga til kirkjugöngu: Þetta er ágætt á stórhátíðum.
Viðurkennast verður, að íþróttaáhugi minn er svo lítill, að ég vissi reyndar ekki að stórhátíð væri í uppsiglingu. Það varð mér til happs að fara í mat til foreldra minna nú í kvöld, því að sjálfsögðu sátu systkini mín spennt við sjónvarpsskjáinn - og raunar mamma líka. Ég var næstum því búinn að missa af "jólunum". Það er nú ósköp gaman að vinna. - En hver er annars þessi Alli?
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú, það er að sjálfsögðu Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari...
Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.