Te

Te er vinsælasti drykkur heims að undanskildu vatni. Temenning hefur á undanförnum árum fest í sessi í æ ríkari mæli á Íslandi, og hef ég tekið eftir, að stöðugt fleiri kaffidrykkjumenn kjósa að auka neyslu tes á kostnað kaffis, ekki síst síðla dags.

Sjálfur hef ég aldrei drukkið kaffi, en hef í bráðum áratug, eða frá unglingsaldri, verið tedrykkjumaður. Oftast nær drekk ég "pokate" eins og kalla má hina fljótlegustu gerð drykkjarins, en finnst þó gott við sérstök tilefni, svo sem þegar teáhugasama gesti ber að garði, að brugga mér te úr telaufum í þartilgerðri könnu. Tebruggskönnu góða fékk ég í brúðargjöf.

Það er miður, að ekki virðast allir veitingamenn, eða aðrir, sem starfa við að bjóða upp á kaffi og meðlæti við ýmis tilefni, hafa áttað sig á auknum áhuga landans á tei. Oftar en ekki þarf ég að spyrja þann, sem ber fram kaffi á hlaðborði, hvort ekki sé á boðstólum heitt vatn og tepokar. Mæti ég þá gjarnan undrun. Hlutaðeigandi mættu hafa í huga, að það er sérstaklega gott að fá sér tebolla eftir góða máltíð, eða með vel útilátnu brauð- og kökuhlaðborði. Mér finnst teið róa magann og gefa fyllingu og notalega tilfinningu. Auk þess er te meinhollt, sér í lagi óspillt af mjólk.

Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja alla lesendur síðunnar til að skoða sinn hug, og vera ósparari á að bjóða fram te sem valkost, þegar kaffi er borið á borð, og uppörva aðra til að gera slíkt hið sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

sæll, var að sjá bloggið þitt og er í þessum töluðu orðum að fá mér te og hlusta á  gregor/vigfúsar tónið.

Sylvía , 23.1.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband