Orš kvöldsins

Fyrir nokkrum vikum veitti ég žvķ eftirtekt aš Orš kvöldsins, kristileg kvöldhugleišing Rķkisśtvarpsins, var ekki lengur į sķnum staš rétt fyrir tķufréttirnar. Ķ fyrstu hélt ég aš hér vęri um tķmabundin mistök aš ręša, en nś er komiš ķ ljós aš įkvöršun hefur veriš tekin um aš fella žennan dagskrįrliš nišur ķ dagskrį Rįsar 1.

Žar sem ég var nokkuš viss um, aš fleiri en ég myndu sakna žessa stutta en uppbyggilega dagskrįrlišar, hringdi ég į Rķkisśtvarpiš ķ gęr til aš spyrjast fyrir um mįliš. Žar varš fįtt um svör, reyndar var eina skżringin sem mér var gefin sś, aš žessi įkvöršun hefši veriš tekin af yfirmönnum Śtvarpsins ķ samrįši viš Biskupsstofu. Undrandi var ég į žvķ samrįši - skyldi žaš hafa veriš eitthvaš sambęrilegt og samrįšiš, sem Sķminn hafši viš Biskupsstofu um Jśdasarauglżsingarnar fręgu?

Hvers vegna skyldi žessi įkvöršun hafa veriš tekin? Var lengd Oršs kvöldsins žvķlķk, aš fariš var aš žrengja aš öšru śtvarpsefni? Žvķ į ég bįgt meš aš trśa, žar sem žessi dagskrįrlišur tók varla nema um 2-3 mķnśtur ķ flutningi ķ hvert sinn. Var žaš žį launakostnašur flytjenda, sem oršinn var ķžyngjandi fyrir Rķkisśtvarpiš? Varla trśi ég aš hann nemi nema brotabroti af nżlegri hękkun į mįnašarlaunum śtvarpsstjóra, svo aš žaš er afar ósennilegt.

Er žį hugmyndin sś, aš hér sé mismunun į feršinni, žar sem ekki eru allir landsmenn, og žar meš allir greišendur skattfjįr og afnotagjalda, kristinnar trśar? Stendur žį til aš żta einnig öšrum dagskrįrlišum meš kristinni ķhugun og bošun śt af dagskrįnni, svo sem morgunbęninni og sunnudagsmessunni? Vera kann, aš hér hafi veriš lįtiš undan žrżstingi žeirra afla, sem vilja veg kristni og kirkju sem minnstan ķ žessu landi. En gleymum žvķ ekki, aš um 95% landsmanna eru skrįš ķ kristin trśfélög, og afar stór hluti landsmanna sękir styrk ķ kristna trś, m.a. meš bęn og/eša lestri Biblķunnar, jafnvel daglega. Og ekki dytti sjįlfum mér ķ hug aš agnśast śt ķ žaš, žó aš gušlaus heimspekingur flytti erindi um efahyggju į Rįs 1, eša aš mśslimi śtskżrši orš Kóransins žar öšru hvoru. Jafnvel žó aš hvorki efahyggja né mśhamešstrś falli aš persónulegri lķfsskošun minni, ętti ég tvo valkosti, bįša góša: annašhvort aš hlusta į žetta efni, fręšast um viškomandi lķfsskošanir og auka vķšsżni mķna, eša einfaldlega aš slökkva į Rįs 1 og velja mér annaš efni til aš hlusta į, sem betur félli aš įhugasviši mķnu. Af nógu er aš taka ķ śtvarpi, į Netinu o.s.frv.

Ég vonast til žess, aš įkvöršunin um aš minnka hlut žess kristilega efnis, sem fyrir er ķ Śtvarpinu, verši dregin til baka, og aš žróunin verši fremur ķ hina įttina, ž.e. aš aukiš verši viš žetta efni, t.d. meš žvķ aš sjónvarpa gušsžjónustum kirkjunnar eša hugleišingum presta oftar en į jólum. Margir myndu taka žeirri aukningu ķ innlendri dagskrįrgerš fegins hendi, og žeir sem ekki hefšu įhuga į aš hlusta eša horfa į slķkt efni, hefšu śr nęgu öšru aš moša ķ fjölmišlum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Hjalti Rśnar Ómarsson

Til aš byrja meš eru ~90% landsmanna skrįšir ķ kristin trśfélög, en žaš segir okkur afar lķtiš. Trśarlķfskannanir benda til žess aš 30%-50% séu kristnir.

En śtvarpiš į einmitt aš vera fyrir alla og borgaš af öllum, ekki bara žessa kristnu. Žess vegna er afar óešlilegt aš žaš skuli vera notaš til žess aš boša eina trś.

Og vonandi munu morgunbęnin og sunnudagsmessan hverfa. 
Ég held aš žaš hljóti aš verša ešlileg žróun.

Hjalti Rśnar Ómarsson, 19.10.2007 kl. 20:32

2 identicon

Sęll Žorgeir, sį aš žessi grein žķn birtist ķ Morgunblašinu į dögunum og var įnęgšur meš hana. Sjįlfur hlustaši ég yfirleitt alltaf į Orš kvöldsins, og ég er ekki einn um aš finnast žessi stutti en greinagóši dagskrįrlišur geri žeim gott er į hann hlustušu. Sem barn žótti mér rķkisśtvarpiš fremur bagalegt en žegar mašur eldist og vitrast sér mašur hversu grķšarmikilvęg Rįs 1 er fyrir žį sem er sękja andlega fróun ķ eitthvaš gott, fagurfręšilegt og heilsteypt. Sama į viš um messurnar og morgunbęnirnar. Žetta gefur svo mörgu fólki, svo mikiš.

Gušmundur Björn (IP-tala skrįš) 21.10.2007 kl. 12:55

3 identicon

Sęll Žorgeir

Žetta kemur ekki į óvart. Nišurrifsöflin eru aš sękja į - rökleysa žeirra į upp į pallboršiš hjį žeim sem telja sig knśna til aš hlaupa į eftir žeim tķšaranda sem žessi sömu nišurrifsöfl byggja upp meš nišurrifi sķnu. Enn į nż er veist aš žeim sem vilja - og žurfa vęntanlega - aš sękja sér andlegan styrk og nęringu. Žvķ mį RUV aušvitaš ekki sinna - žaš gęti stefnt öllu noršur og nišur - hitt er naušsynlegra aš elta tónleika um allar koppagrundir og auglżsa um leiš aušhringa og afętur. Žaš er sjįlfsagt fleirum lķkn ķ žvķ.

Gušmundur Brynjólfsson (IP-tala skrįš) 22.10.2007 kl. 23:04

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband