25. maí

virðist mér vera með helstu merkisdögum ársins.

Hinn 25. maí árið 1868 fæddist sr. Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi og leiðtogi félaganna um áraraðir. 140 ár verða því liðin frá fæðingu hans næsta vor. Um sr. Friðrik var ritað í Kirkjuritinu eftir 70 ára afmæli hans, sumarið 1938:

Starf séra Friðriks fyrir K.F.U.M. og æskulýð Íslands er svo frábært, að margar þjóðir myndu votta þakkir slíkum manni með því að ákveða honum heiðurslaun og gjöra hann að heiðursborgara höfuðstaðar síns.

Hinn 25. maí árið 1935 fæddist föðuramma mín, Rannveig Pálsdóttir frá Stóru-Sandvík, lengst af skólameistarafrú á Laugarvatni. Ekki hef ég öruggar heimildir fyrir því að hennar hafi verið getið í Kirkjuritinu, hvorki á sjötugsafmælinu né í annan tíma, en það væri þó mjög svo viðeigandi eftir áratuga starf hennar sem sóknarnefndarformaður Miðdalssóknar í Laugardal.

Hinn 25. maí árið 1995, á sextugsafmæli ömmu, fæddist yngsti bróðir minn, Hannes Arason, grunnskólanemi og trompetleikari á Seltjarnarnesi. Hans hefur ekki enn verið getið í Kirkjuritinu, en hann á vissulega framtíðina fyrir sér í þeim efnum.

Ekki veit ég hver þessara þriggja viðburða mér finnst merkilegastur. Allir hafa þeir snert líf mitt með mjög afdrifaríkum og ekki síður ánægjulegum hætti. 

Hinn 25. maí árið 2008, er 140 ár verða liðin frá fæðingu sr. Friðriks, 73 ár frá fæðingu Bubbu ömmu og 13 ár frá fæðingu Hannesar bróður, hefur Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, afráðið, að í fyrsta sinn verði haldið upp á "dag barnsins" á Íslandi.

Tilviljun? Ég held nú síður...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hefur ömmu þinnar og bróður verið getið á þessari bloggsíðu og það er nú alls ekki svo slæmt, 61 innlit á þessu síða síðastliðna viku. 

Þráinn (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Gaman að þessum vangaveltum með 25. maí. Þetta er afar góður dagur og merkilegur þegar kemur að minni fjölskyldu líka (alltaf að koma sínum að ) Faðir minn og systir eiga afmæli á þessum degi! Þannig að enn bætist merkisfólk í hópinn á þessum góða degi !

Sunna Dóra Möller, 10.10.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Er þetta ekki kjörið tækifæri fyrir KFUM og KFUK að gera eitthvað á þessum degi og varpa þannig ljósi á hversu dýrmætt það er íslenskum æskulýð verk sr. Friðriks.

Jóhann Þorsteinsson, 10.10.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband