Laugardagur, 1. desember 2007
Blóđappelsínute yfir heimaprófi í ađventubyrjun
Nú er árstími heitra drykkja genginn í garđ. Mín fyrstu kynni af áfengum drykkjum - svo heitiđ geti - voru einmitt á jólamörkuđunum í Strasbourg fyrir réttum ţremur árum, ţegar ilmurinn af heitu jólavíni, Gluckwein, var of lokkandi til ađ íslenski guđfrćđistúdentinn gćti stađist freistinguna í nöprum kuldanum. Já, kuldinn var kaldur á meginlandinu en jólavíniđ heitt og gott!
En eins og ţeir sem mig ţekkja, vita líklega flestir, er minn eftirlćtisdrykkur te. Ţessa stundina sit ég viđ tölvuna, nýbúinn ađ hella upp á blóđappelsínute, sem fađir minn fćrđi mér er hann kom frá Englandi í gćr eftir rannsóknarleyfi haustsins í Jórvík - hinni eldri, ef svo má segja. Teiđ er einkar bragđgott, ferskt og hćfilega blandađ af sćtu og súru.
Ţađ kemur sér reyndar venju fremur vel núna ađ hafa dálćti á heitu tei, ţví ađ ég er međ skćđa hálsbólgu, sem hefur rćnt mig röddinni síđan á fimmtudag. Man vart eftir ađ hafa áđur ţjáđst af svo óskaplegum raddmeinum! Hygg ţó ađ ég sé ađeins byrjađur ađ skána, en hef gengiđ svo frá málum, ađ ég ţurfi ekki ađ syngja neitt í sunnudagaskólanum á morgun! Ţađ voru mér reyndar vonbrigđi, ađ geta vegna slakrar raddheilsu ekki sungiđ í tenórnum í stúdentamessu í Háskólakapellunni í morgun, á fullveldisdaginn, eins og ég hafđi áformađ - en ég hlustađi vel og naut söngsins og messunnar allrar. Stefán Einar stórvinur minn, skólafélagi og bróđir í Kristi prédikađi skörulega og tćpitungulaust, eins og hans var von og vísa. Messan er ađgengileg á Netinu, ég hvet fólk til ađ hlusta. Kannski get ég búiđ til tengil á messuna - já hver veit!
Ţađ er víst líka hćgt ađ lesa prédikunina á heimasíđu Stefáns Einars sjálfs.
Annars er heimapróf í fullum gangi nú yfir helgina í áfanganum Siđfrćđi stríđs og friđar. Ţađ gengur nú bara ţokkalega ađ klambra saman svörum viđ spurningunum og ćtti ţví ađ vera lokiđ fyrir tilsettan skilafrest á mánudaginn. Verst ađ geta ekki notiđ fyrsta sunnudags í ađventu sem skyldi fyrir prófönnunum, en ţađ er svo sem gömul saga og ný eftir tćpan áratug í menntaskóla- og háskólanámi!
Fyrsti í ađventu er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, ţađ er svo sérstaklega hátíđlegur dagur, fyrsti dagur kirkjuársins og ađventukvöld í mörgum kirkjum. Síđan eru margir sérlega fallegir sálmar sem tengjast ţessum degi. Hér er mitt uppáhald fyrir ţennan dag. Ţessi sálmur útleggur guđspjall dagsins, um innreiđ Drottins Jesú í Jerúsalem á pálmasunnudag (Matteus 21), međ ţví ađ tengja ţađ viđ efni úr Davíđssálmi 24. Ţađ er viđ hćfi ađ íhuga tengsl Gamla og Nýja testamentisins á ţeim degi, sem viđ kveikjum á Spádómakertinu á ađventukransinum. Kollekta fyrsta sunnudags ađventunnar er líka alveg sérstök:
Vér biđjum ţig, Drottinn: Kom í krafti ţínum og veit oss vernd, ađ vér leysumst úr ţeim háska sem yfir oss vofir vegna synda vorra og frelsumst fyrir hjálprćđi ţitt, ţví ađ ţú lifir og ríkir međ Guđi föđur í einingu heilags anda, einn sannur Guđ um aldir alda. - Amen.
Athugasemdir
Mig langar ađ benda ţér á jólateiđ frá Te og kaffi sem t.d. fćst í versluninni á Laugavegi. Ég er tedrykkjukona, drekk ekki kaffi frekar en ţú, og ţađ er fastur liđur hjá mér ađ kaupa ţetta bragđgóđa te á ađventunni. Hef drukkiđ ţađ óspart í próflestri og er sannfćrđ um ađ ţađ hefur haft góđ áhrif. Gangi ţér vel viđ lesturinn!
Ninna Sif (IP-tala skráđ) 4.12.2007 kl. 09:20
Ţakka ţér fyrir ábendinguna, Ninna! Ég verđ ađ gera mér ferđ í Te og kaffi viđ tćkifćri, ţađ er ljóst.
Ţorgeir Arason, 4.12.2007 kl. 23:38
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.