Föstudagur, 20. apríl 2007
Lokapredikanir við guðfræðideild
Þegar líður að lokum embættisnáms í guðfræði við Háskóla Íslands er einn síðasti áfanginn í náminu flutningur opinberrar lokapredikunar í kapellu Háskólans. Nú er lokapredikanatíð í guðfræðideild, fyrir viku síðan fluttu Ásta Pétursdóttir og S. Hrönn Sigurðardóttir sínar ræður og í dag var komið að þeim Ninnu Sif Svavarsdóttur og Sunnu Dóru Möller. Í maí flytja svo lokapredikanir Sigrún Birgisdóttir og Grétar Halldór Gunnarsson.
Það er ánægjulegt að vera viðstaddur þennan lokaáfanga í námi samnemenda sinna, sem útskrifast í vor eða haust. Ninnu og Sunnu tókst báðum prýðisvel upp nú áðan og mega vera stoltar af sínum predikunum. Óska ég þeim til hamingju og einnig Hrönn og Ástu. Eiga eflaust allar eftir að standa oft í predikunarstól í framtíðinni með góðum árangri.
Ekki spilltu kaffiveitingarnar að athöfn lokinni nú áðan fyrir, en kirkjukaffi er góður siður og nauðsynlegt að byrja að leggja stund á hann strax í guðfræðináminu!
Athugasemdir
Jú hiklaust jafnvel 3. eða 4. flokks prestur. En nú á póst móderísknum tímum lefyist okkur að draga svo skýrar línur þannig að í seinni tíð hefur tedrkkja verið flokkuð til jafns við kaffidrykkju. Þannig að Þorgeir mun komast af sem tedrykkju prestur.
Jón Ómar Gunnarsson, 21.4.2007 kl. 15:55
Eitthvað segir mér samt að Þorgeir eigi eftir að standa sig vel í kirkjukaffinu þó hann drekki ekki kaffi...hann borðar bara þeim mun meira í staðinn
Anna Guðný (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 16:16
Ég heiti ykkur aðdáendum mínum því hér með að ég muni leggja mig fram, í prestsskap sem á öðrum vettvangi, við að gera tei og öðrum veitingum góð skil. Vona að það fleyti mér í röð 2. og helst 1. flokks presta!
Þorgeir Arason, 21.4.2007 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.