Sunnudagsbíltúr í fermingarveislu

Tinna Björk Magnúsdóttir, ţremenningur viđ mig, var fermd í morgun af síra Gunnari Björnssyni í Selfosskirkju. Fórum viđ Hlín ásamt frćndgarđi mínum í sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall eftir hádegiđ í fermingarveislu hennar, en ekki vorum viđ nćgilega skyld fermingarbarninu til ađ vilja fara í fermingarmessuna sjálfa, og auk ţess stýrđi ég vel sóttri lokasamveru sunnudagaskóla Grafarholtssóknar kl. 11 í morgun. Góđan róm heyrđi ég hins vegar gerđan ađ athöfn síra Gunnars.

Veislan var haldin í samkomusalnum Stađ á Eyrarbakka, og var vel veitt af keti og kökum eins og minna ágćtu, sunnlenska ćttmenna var von og vísa. Veđur var bjart og gaman ađ keyra Ţrengslin, og ekki síđur ađ koma á Eyrarbakka sjálfan. Ţađ er snyrtilegur bćr og nokkuđ sjarmerandi, enda töluvert af gömlum húsum ţar. Nálćgđin viđ Litla-Hraun myndi alls ekki fćla mig frá ađ búa ţar, ef svo bćri undir. Aksturinn frá höfuđborginni er styttri en margan grunar, vart nema hálftími frá borgarmörkunum. Kirkjan er forn og falleg. Óhćtt ađ mćla međ sunnudagsbíltúr á Eyrarbakka.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessađur Ţorgeir!

Ţađ er mikiđ af fallegum kirkjum allt í kringum Reykjavík - og vitaskuld víđar. Ég vil benda ţér á eina; ţađ er Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysuströnd. Ţađ er falleg kirkja og ţar liggja forfeđur mínir og frćndur og frćnkur allt um kring. Og reyndar ein lítil systir fćdd 1955 og dó sama ár - af ţví öllu er til merkileg saga sem segir manni og kennir ađ viđ erum ekki mest og ráđafrekust í veröldinni.  Ađ Kálfatjörn sátu merkir prestar fyrrum - sumir sálmaskáld og hagyrđingar hinir mestu. Sá prestur sem markađi mitt lífshlaup og ţjónađi Kálfatjörn ţegar ég tók viđ sakramentinu fyrst var séra Bragi Friđriksson, hann sat ekki Kálfatjörn enda var slíkt ţá aflagt - en hann bćđi kenndi mér (nú fá sjálfsagt Siđmenntarmenn svima - en ţeim er  léttir vísast ţegar ég segi ađ sr. Bragi kenndi mér ekki bara Kristinfrćđi heldur og líka Ensku) . Sr. Bragi er einstakt góđmenni, ákveđin og fastur fyrir - en ótrúlega ljúfur og góđur mađur og ég man ađ okkur ţótti hann frábćr. Ekki spillti fyrir ađ hann brá stundum á leik og kom međ okkur í fótbolta, eđa tók ţrumu vítaköst á okkur í handbolta.

Kveđja, Guđmundur

Guđmundur Br. (IP-tala skráđ) 16.4.2007 kl. 12:53

2 Smámynd: Ţorgeir Arason

Blessađur og sćll Guđmundur og ţakka ţér fyrir ţessa áminningu um Kálfatjarnarkirkju og persónulega frásögn af henni. Kirkjuferđ á Vatnsleysuströndina er sannarlega efni í annan sunnudagsbíltúr, sem stefnan er hér međ sett á!

Kćr kveđja, Ţorgeir.

Ţorgeir Arason, 16.4.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Sólveig

Ég get svo svariđ ţađ.. "síra," "frćndgarđur," "ket".  Ef ég ţekkti ţig ekki betur myndi ég stórlega efast um uppgefinn aldur... og halda ađ 93 ađ verđa 94 vćri nćrri lagi 

Sólveig, 17.4.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Jón Ómar Gunnarsson

"Ef ég ţekkti ţig ekki betur myndi ég stórlega efast um uppgefinn aldur... og halda ađ 93 ađ verđa 94 vćri nćrri lagi"

Ég biđst afsökunar á ţessu Ţorgeir, en viđ getum ekki haldiđ ţessu leyndu frá umheiminum lengur. 

Sólveig hinn ungi Ţorgeir er einungis eldri mađur í "skynlíkama", hinn raunverulegi Ţorgeir Arason er 97 ára gamall húnvetningur sem jafnframt er formađur Framsóknarfélagsins í  Vestur Húnavatnssýslu. Á árunum 1956 - 72 var hann einn af forkálfum Samvinnuhreyfingarinnar og tók međal annars ţátt í stofnum Kron. Hann bauđ sig ţrisvar fram til Alţingis en náđi aldrei kjöri, en sat í sveitastjórn lengi vel. Ţorgeir hinn eldri á ţó langan feril ađ baki innan ţjóđdansafélagsins ţar sem hann hefur veriđ potturinn og pannan í öllu starfi frá árinu 1953. Ţorgeir var um tíma í ritnefnd Tímans, og lék hann á ţeim árum eitt af ađalhlutverkunum í kvikmyndinni 79 af stöđinni.

Jón Ómar Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Sólveig

Já, ótrúlegt 97 ára og lítur bara svona vel út miđađ aldur!

Sólveig, 22.4.2007 kl. 23:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband