Skemmtilegt framtak

Þetta finnst mér skemmtilegt framtak hjá læknanemum og örugglega til þess fallið að minnka ótta barna við að fara til læknis. Mér fannst reyndar alltaf ágætt að fara til tannlæknis, því að þá fékk ég verðlaun. Seinna hætti ég að fá verðlaun og fór að borga sjálfur fyrir tannlæknisferðirnar. Þá hættu þær nú að vera eins skemmtilegar.

En kannski gætum við guðfræðinemar tekið læknanemana okkur til fyrirmyndar og reynt að minnka fordóma fólks gagnvart kirkjunni (og þeir fordómar hefjast mjög snemma hjá börnum og unglingum, Guð veit hvaðan þeir koma) með því að hafa "bangsamessur" eða eitthvað í þá átt Smile


mbl.is Veikir bangsar fá bót meina sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgeir Arason

Til að hafa altarisgöngu yrðum við líklega að nota "baby born" eða hvað þær heita, dúkkurnar sem geta borðað og drukkið!

Þorgeir Arason, 16.3.2007 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband