Sorglegar fréttir

Það var dapurlegt að sjá í fréttum Stöðvar 2 í gær að forstöðumaður kristilega meðferðarheimilisins Byrgisins skuli vera grunaður um að hafa misnotað aðstöðu sína til að tæla skjólstæðinga til kynlífsathafna. Því miður bendir ýmislegt til að sá grunur sé á rökum reistur. Sjálfur hef ég borið mikla virðingu fyrir starfsemi Byrgisins í gegnum tíðina og talið þar unnið af heilindum í nafni frelsarans Krists við að aðstoða veikt fólk. Þeim mun meira er áfallið nú. En engin ástæða er til að afsaka framferði forstöðumannsins, þó að eflaust hlakki nú í andstæðingum kristindómsins. Hitt er annað mál, að ekki get ég hrósað fréttastofu Stöðvar 2 fyrir myndbirtingu með fréttunum í gær. Þar var farið út fyrir velsæmismörk, sérstaklega í ljósi þess að mörg börn horfa á fréttatíma með foreldrum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband