Mikið að gera í samkvæmislífinu

Það var óvenjumikið að gera í samkvæmislífinu hjá okkur hjónum í gærkvöldi. Við vorum boðin í afmæli til Þóru, vinkonu okkar, sem er með okkur í KSF og í kristniboðs- og biblíuleshópnum Seröfum. Fyrst ætluðum við þó að kíkja í misserislokagleði útskriftarnema í félagsráðgjöf, en þangað var boðið í heimahús í Hafnarfirðinum kl. 19. Mættum við um kl. 19:30 og vorum fyrst á staðinn og var boðið til stofu meðan húsráðendur luku við að undirbúa veitingar. Skemmst er frá því að segja að í stofunni sátum við, ýmist tvö ein eða með húsráðanda, í hálfan annan klukkutíma. Það var sem sagt enginn annar mættur í teitið þegar við þurftum að fara í afmælið upp úr kl. 21! Ég veit ekki hvorum þótti þetta vandræðalegra, okkur eða húsráðanda, og vona að fleiri gestir hafi tekið að láta sjá sig eftir að við fórum - annars hefur aumingja maðurinn þurft að drekka alla bolluna einn! Í afmælinu var hins vegar fjöldi manns og glatt á hjalla langt fram eftir kvöldi. - Í dag er ég svo kominn á fullan sprett í lestri fyrir síðasta prófið á önninni, Trúfræði I, sem verður á fimmtudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þjóðarblómið

Jeij, það er minnst á mig Takk fyrir mig og takk fyrir komuna Hér var mikið af fólki - eins gott að ég eigi svona stóra íbúð

 Gangi þér vel að læra

Þjóðarblómið, 16.12.2006 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband