Föstudagur, 15. desember 2006
Jólastundir í skólum Grafarholtsins
Fyrr í dag var ég svo heppinn að fá að fylgja sóknaprestinum í Grafarholti í einn þriggja leikskóla og annan tveggja grunnskóla hverfisins. Sá prestur annast mína starfsþjálfun auk þess sem ég er æskulýðsfulltrúi sóknarinnar. Í leikskólana fer prestur mánaðarlega og spjallar við börnin en í skólanum var sérstök jólastund, enda jólafríið að nálgast. Þar höfðu 10 og 11 ára börnin æft fallegan helgileik með jólasálmum og að því búnu sagði presturinn þeim stutta jólasögu. Þetta voru sérlega ánægjulegar stundir og gaman að sjá áhuga kennaranna á heimsókn frá kirkjunni. Ekki spillti fyrir að í leikskólanum, Reynisholti við Reynisvatn, var gestunum boðið upp á hangikjöt og laufabrauð að lokinni samverunni með börnunum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.