Milli prófa

Ég var rétt í þessu að koma úr lokaprófi í námskeiðinu „Siðfræðileg álitamál við upphaf lífs og dauða“. Gekk það ljómandi vel enda hafði kennari sent okkur prófspurningarnar fjórar fyrir fram svo að við gætum glöggvað okkur betur á námsefninu. Það er reyndar óvenjuleg aðferð en spurningarnar voru afar víðtækar og nauðsynlegt að geta skoðað málin til hlítar fyrir fram. Síðustu klukkutíma hef ég því staðið í ströngu við að velta fyrir mér siðfræðilegum álitamálum er tengjast stofnfrumurannsóknum, genalækningum, líknardrápi, upplýstu samþykki og fleiri viðfangsefnum. Nú er svo komið að hraðlestri fyrir próf morgundagsins í Davíðssálmum Gamla testamentisins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband