Föstudagur, 29. maí 2009
Fjölskyldudagar
Jæja, lyftir það ekki aðeins andanum að byrja að blogga aftur svona í sumarbyrjun?
Við hjónin erum stödd syðra þessa dagana en í dag útskrifast litla systir mín (sem er alls ekki lítil lengur) sem MR-stúdent og hlakka ég til að fagna þessum áfanga með henni, enda hygg ég að hún hafi staðið vaktina með sóma í stúdentsprófunum og hyggur nú á inntökuprófin í læknisfræðinni - slær ekki slöku við! Ekki nóg með það heldur verður hún tvítug á morgun og fór fjölskyldan út að borða á Austur-Indíafélaginu fyrr í vikunni í tilefni af því. Tvöfalt til hamingju Kristrún!
Á morgun er svo planið að keyra norður á Akureyri þar sem Lilja frænka mín, stjúpdóttir Sigga föðurbróðir, mun fermast í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag. Miklir og gleðilegir fjölskyldudagar. Til hamingju Lilja!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.