Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Obama
Mikið var gaman að vakna í morgun og fá það staðfest, sem allt stefndi í þegar ég fór að sofa kl. 1 í nótt, að fyrsti blökkumaðurinn hefði verið kjörinn valdamesti maður heims. Og það ekki bara einhver blökkumaður, heldur virkilega frambær, vel gefinn og réttsýnn maður - eða það sýnist manni allavega í sjónvarpinu.
Ég fagna því í dag, með meirihluta heimsbyggðarinnar að ég hygg, að jákvæðra breytinga sé að vænta vestanhafs, aukinnar áherslu á velferð og mannréttindi og minni á stríðsrekstur.
Þessi kosningabarátta sýndi líka, að það verður stutt í að kona komist að í Hvíta húsinu.
Þessar breytingar ættu að hafa jákvæð áhrif á allt mannkyn til lengri tíma litið, og ekki síður á hvíta karlmenn en á blökkumenn og konur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.