Kreppumáltíð

Þegar frúin er í handleiðslu og helgarreisu í höfuðstaðnum og ótíðindin dynja á manni úr efnahagslífinu er best að elda sér kreppumáltíð:

Steikt lambalifur, nýjar þingeyskar kartöflur, brún sósa og grænar baunir.

Kostnaður innan við 250 kr. og það verður afgangur í hádeginu á morgun.

Og svo er þetta líka mjög bragðgott.

 

Góða vonar- og bjartsýnishelgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband