Guđmundur Jónsson söngvari látinn

Guđmundur Jónsson, óperusöngvari og söngkennari, lést í byrjun vikunnar, 87 ára ađ aldri.

Andlátsfréttir koma auđvitađ aldrei beinlínis á óvart ţegar fólk hefur náđ vissum aldri. Eigi ađ síđur brá mér viđ ađ lesa andlátsfregn Guđmundar, ţar sem hann var ótrúlega hress svo langt fram á nírćđisaldurinn. Ekki mun ég rekja ćviágrip hans hér á síđunni, ţađ gera fjölmiđlarnir. En mig langar til ađ rifja upp kynni mín af Guđmundi í örfáum orđum, ţar sem ég minnist ţeirra međ svo mikilli hlýju.

Guđmundur var kennari minn í söng viđ Söngskólann í Reykjavík veturinn 2003-2004, en ţađ var jafnframt fyrsta áriđ mitt í guđfrćđi. Guđmundur var hrifinn af ţví ađ nemandi hans vćri ađ lesa til prests og lagđi á ţađ ríka áherslu viđ mig, ađ ég tileinkađi mér skýran framburđ í lestri og söng fyrir prestsstarfiđ. Kennsla hans var reyndar öll hin dásamlegasta. Ég söng, hann hlustađi, lék laglínuna á píanóiđ, sagđi mér ađ slaka á, hugsa um textann, tók í nefiđ, söng svo fyrir mig, sýndi mér hvernig ćtti ađ fara ađ. Rödd hans var ótrúleg, guđdómleg. Mér er til efs ađ ég muni nokkurn tíma heyra manneskju á nírćđisaldri syngja jafnvel og Guđmundur söng fyrir mig í tímunum okkar. Röddin var slök og hjálpađi nemandanum ađ slaka á, njóta tónlistarinnar, syngja af list. Enn meiru varđađi ţó hlýjan í röddinni, hlýja mannsins. Hann lét sig varđa um nemendur sína, var ekki sáttur ef ég ćfđi mig ekki heima, tók ekki framförum. Tímarnir áttu ađ vera hálftími en Guđmundi fannst ekki taka ţví ađ kenna styttra en í 45 mínútur og yfirleitt urđu tímarnir 60 mínútur! Hann taldi mínúturnar ekkert eftir sér.

Svo fékk hann heiđursverđlaun Íslensku tónlistarverđlaunanna 2006. Mikiđ gladdist ég yfir ţví. Ţá söng hann fyrir salinn - kom öllum á óvart međ röddinni sinni sem aldrei virtist verđa hrum. Söng hann ekki: "Ţitt lof, ó, Drottinn"? Mig minnir ţađ. - Lof sé Drottni, sem gaf okkur Guđmund Jónsson, röddina hans og hlýjuna hans, Drottni sem hann nú syngur lof til eilífđar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband