Grínistar

Ég var að horfa á Spaugstofuna nú áðan, endursýndan þátt frá í gær. Verð að segja, að þeim "félögunum" (eitthvað eru menn nú farnir að efast um vináttu þeirra eftir Stóra Randversmálið) er aðeins farið að fatast flugið. Eina atriðið í þættinum að þessu sinni, sem mér þótti verulega fyndið, var innslagið frá Marteini Mosdal um fánann. Og Laddi var bara gestaleikari, en ekki hluti Spaugstofunnar.

Mér er sjálfum hins vegar ekkert farið að fatast flugið í gríninu. Ég slæ í gegn í hlutverki Rebba refs á hverjum sunnudagsmorgni. Og handritið í brúðuleikritum sunnudagaskólans er a.m.k. ekki verra en handrit Spaugstofuþáttanna þessa dagana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Já, Rebbi og Engilráð á ,,PLATSKJÁNUM"

Pabbi eins barnins

Ágúst Böðvarsson, 7.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband