Allt á fullu við Eiðavatn

Það er óhætt að segja að líf hafi færst í tuskurnar hér við Eiðavatn. Á þriðjudaginn kom hér sprækur hópur 40 barna á aldrinum 7-9 ára, og var þar með úti kyrrðin, sem við Hlín höfðum notið í tvær vikur! Engin ástæða er þó til að kvarta því að börnin eru stórskemmtileg og gaman að umgangast þau og vera þeim til leiðsagnar í leik og í fræðslu. Það er jú markmiðið með sumarbúðadvöl barnanna að samþætta holla hreyfingu, útivist og leiki og fræðslu um kristna trú. Ekki er annað að sjá en að börnunum finnist allt þetta afar skemmtilegt. Og ekki þarf að kvarta yfir samstarfsfólki okkar Hlínar hér, því að það er úrvalslið: Óli Jói, yngsti klerkur landsins, Anna Hulda, sérkennari og æskulýðsleiðtogi og þrír frábærir menntskælingar úr ýmsum landshornum, þau Baldur, Eyrún og Þorvaldur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Þorsteinsson

Ég sjálfur var í dag í heimsókn í sumarbúðunum að Hólavatni og þar var líka líf og fjör. Ég minnist með gleði þess tíma þegar ég var sumarbúðastjóri á Eiðum '95 og '96 en aðstaðan þar er skemmtilegt og þá voru tómir snillingar að vinna þar, líkt og nú. Bestu sumarkveðjur til ykkar á Eiðum.

Jóhann Þorsteinsson, 21.6.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Pétur Björgvin

Gaman að heyra að gengur vel, bæði á Eiðum og Hólavatni. Við alþýðufólkið þyrftum að fá að heyra meira af slíku, örugglega fjöldi blaðamanna sem vill heimsækja ykkur á sólríkum sumardegi og segja frá sumarbúðastarfinu.

Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband