Myndarlegir guðfræðinemar

Pétur Georg Markan er guðfræðideild til sóma þar sem hann snýr tilkynningablöðru um vildarpunkta Glitnis líkt og fótknetti á strætóskýlum borgarinnar. Auglýsingarnar hittu beint í mark hjá mér. Ég fór rakleitt og "kynnti mér kosti Vildarklúbbsins."

Guðfræðinemar virðast reyndar öðrum hópum myndarlegri að dómi auglýsingastofanna. Áður hefur Grétar Halldór Gunnarsson vakið athygli fyrir frækna frammistöðu við að auglýsa fallegar lopapeysur og fleiri öndvegisvörur, og nú fetar Markaninn í fótspor hans. Miðað við fjölda íslenskra guðfræðinema (hvað þá karlkyns) hlýtur hlutfall fyrirsetla í þeim hópi að vekja athygli. Skyldi prestastéttin þegar vera svona myndarleg, eða er þetta ávísun á betri tíð?

Reyndar er ég hálfhissa á, að mér skuli ekki hafa verið boðinn samningur um fyrirsætustörf. Ég þyki nú ansi myndarlegur sjálfur. Það segir Hlín allavega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að við erum að verða nágrannar já...eða frá og með hausti.  Það er ekki svo slæmt ;)

Þorkell Gunnar (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband