Á leið inn í sumarið

Sólin skín og sumarið er komið. Við Hlín erum reyndar farin í sumarfrí og komin aftur heim. Tíu daga dvöl í Belgíu og Hollandi var stórgóð í oftast nær ágætu veðri, frænkur mínar í Brusseli tóku á móti okkur með kostum og kynjum. Ég vildi heldur búa í Brusseli en í Amsterdam, í fyrsta lagi vegna þess að ég er skárri í frönsku en í hollensku og í öðru lagi vegna þess, að ef ég væri að skrifa ferðabók um Holland myndi hún hefjast á orðunum:

"What comes to your mind when you think of the Netherlands? Windmills and tulips? Think again! Prostitutes and cannabis would be more appropriate as the slogan for Holland´s capital."

Því verður þó að halda til haga, að þegar ég spurði Hlín, hvað hún vildi skoða í Amsterdam, var hún skjót til svars: Rauða hverfið! - Þó er áhrifaríkasti viðkomustaðurinn í Amsterdam trúlega hús Önnu Frank. Sem betur fer er það fjölsótt, því að það er best að Evrópubúar gæti þess vel, að láta seinna stríðið aldrei líða sér úr minni.

Við heimkomuna beið okkar frágangur og þrif á Eggertsgötunni, sem við skilum af okkur nú um mánaðamótin. Svo er það bara austurferð á sunnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband