Bænadagur eftir kjördag

Það er skemmtilegt og að mörgu leyti viðeigandi að svo skuli vilja til í ár, að hinn almenni bænadagur í kirkjuári Þjóðkirkjunnar, sem er fimmti sunnudagur eftir páska, sé í ár daginn eftir kjördag, þ.e. í dag, 13. maí. Þetta er kjörið tækifæri til að biðja fyrir stjórnmálamönnum, og hefur biskup Íslands reyndar beðið presta sína á þessum degi "að sameinast í bæn fyrir þeim fulltrúum sem þjóðin hefur kjörið til setu á alþingi." Það ættum við öll að gera, t.d. með þessum orðum:

Lifandi Drottinn! Lof sé þér og þökk, að við búum í frjálsu landi og eigum kost á að velja okkur stjórnendur. - Vak yfir öllum þeim, sem kjörin voru á þing í gær. Gef þeim visku, kjark og drengskap til að taka farsælar ákvarðanir, landi og þjóð til heilla. - Blessa þú sérstaklega, Drottinn, hverja þá, sem mynda munu nýja ríkisstjórn. Stýr öllum þeirra ráðum til góðs eftir þínum helga vilja. Í Jesú nafni. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband