Fimmtudagur, 10. maí 2007
Mikið á hann Grímur gott!
Það má með sanni segja að sólin brosi við manni þessa dagana. Verst að ég þarf að sitja hér inni og lesa fyrir próf í kirkjudeildafræði hjá kennurum mínum sr. Moon og próf. Pétri Péturssyni. Hef ég setið inni í stofu 222 í aðalbyggingu Háskólans ásamt Þráni og Jóni Ómari sem lítið gera annað en trufla mig. Mikið er nú samt gaman að fræðast um kenningar annarra kirkjudeilda og get ég ekki annað sagt en að ýmsar kirkjudeildir halda upp á kenningar mér áður ókunnar sem mér hugnast. T.a.m. hin rómversk-kaþólska kirkja.
Ég gerði mér hins vegar glaðan dag í hádeginu og fór á hinn margrómaða stað Indó-Kína með öðrum vinum mínum Ómari, Jóni og Þórði Ólafi. Sátum við þar lengi í boði patrons míns uns við héldum áleiðis niður Laugaveginn og fengum okkur kakómalt.
Lítið annað að frétta. Enda próf!
Góðar kveðjur úr stofu 222.
Þorgeir sterki
Athugasemdir
ææ eru strákarnir að trufla þig við bloggskrifin!
Lutheran Dude, 10.5.2007 kl. 17:25
Það er greinilega hlaupinn einhver prófgalsi í þig, orðin kaþólskur í Kína í boði patrons, þambandi kakómalt. Gangi ykkur öllum vel.
Guðmundur Örn Jónsson, 10.5.2007 kl. 22:53
Þetta er með betri færslum eftir þig sem ég hef lesið
Grétar (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:47
Ég er sammála
Þórður Ólafur (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.