Fimmtudagur, 3. maí 2007
Eitt að baki, tvö eftir
Nú standa yfir próf.
Í gær lauk ég síðasta námskeiði mínu í nýjatestamentisfræðum við guðfræðideildina með lokaprófi í ritskýringu Jóhannesarguðspjalls hjá próf. Jóni Ma. Ásgeirssyni. Var það býsna gleðilegur áfangi, enda einingarnar ekki á gjafverði hjá þeim ágæta kennara.
Nú á ég aðeins tvö próf eftir, þar sem þrír af áföngum mínum þessa önnina voru próflausir. Finnst mér reyndar slíkum áföngum fara fjölgandi eftir því sem líður á guðfræðinámið, jafnframt því sem álagið í verkefnavinnu ýmiss konar eykst. Það er alls ekki slæm þróun og gott að hafa jafnvægi í námsmatinu og byggja ekki einvörðungu á lokaprófum.
Næsta próf er reyndar ekki fyrr en á kjördag, 12. maí, og verður í Kirkjudeildafræði hjá próf. Pétri Péturssyni, en síðasti hnykkur vetrarins verður svo prófið í Trúfræði II hjá Arnfríði Guðmundsdóttur dósent þann 15. maí. Gangi mér og öðrum vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.