Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Hafragrautur góður er
Ég hef brugðið út af vana mínum síðustu tvo morgna og soðið mér hafragraut í morgunmat.
Ég hef komist að því, að til að hafragrauturinn verði verulega bragðgóður - eins og hjá ömmu í sumarbústaðnum í gamla daga - þarf að setja vel af sykri og salti saman við hann, og helst rjómabland út á. (Hef reyndar ekki búið svo vel að eiga rjóma, enda mega línurnar varla við slíkum munaði þessa dagana.)
Hitt er annað mál, að hafragrautsneysla hlýtur að byggja mann vel upp fyrir þá stórgöngu, sem ég stefni að í sumar - Laugavegurinn í ágúst!
Athugasemdir
Laugavegurinn...úje. Ég hlakka til!!
Sólveig, 24.4.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.