Verkefnatíð

Það er mikil verkefnatíð hjá okkur bekkjarsystkinunum í guðfræðideildinni þessa dagana. Mér telst til að þegar allt sé talið, eigi ég að skila vel á annað hundrað blaðsíðum þessa önnina í hinum aðskiljanlegustu verkefnum í ýmsum fögum, allt frá einnar síðu greinargerðum til 25 síðna ritgerða.

En ekki þýðir að barma sér, þó að maður hafi nóg fyrir stafni við skriftir, heldur halda áfram ótrauður. Ekki veitir af að nota tímann vel. Skilaði í gær ritgerðinni í trúarbragðarétti og er nú að byrja á trúfræðiritgerð, sem ber yfirskriftina: "Hvern segja menn mig vera?" og á að fjalla um svör ýmissa guðfræðinga við þessari spurningu Krists. Hef ég ákveðið að bera saman viðhorf þeirra Martins Kahler og Wolfharts Pannenberg um tengslin á milli hins sögulega Jesú og Krists trúarinnar. Það er reyndar huggun harmi gegn á annatímum í skólanum, að viðfangsefnin séu jafnáhugaverð og þetta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Björgvin

gangi þér vel

Pétur Björgvin, 21.3.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband