Gætu samkynhneigðir menn orðið prestar í íslensku Þjóðkirkjunni?

Já, kynnu margir að svara hiklaust. Og biskupinn okkar hefur sjálfur lýst því yfir opinberlega, að hann sjái því ekkert til fyrirstöðu að vígja samkynhneigðan mann til prestsþjónustu í Þjóðkirkjunni.

Samt er þessi spurning það ritgerðarefni, sem ég basla við ásamt fleirum í Trúarbragðarétti þessa dagana. Mannréttindasáttmálar og stjórnarskrá og lög lýðveldisins Íslands eiga að veita okkur innblástur.

Það getur verið vont að skrifa ritgerð, þar sem svarið við rannsóknarspurningunni fæst á fyrstu mínútum vinnunnar, og eiga þá eftir að teygja niðurstöðuna á margar blaðsíður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband