Bragðgóður saltfiskur og skemmtilegt erindi í Neskirkju í hádeginu

Það er ýmislegt líf í kirkjum borgarinnar á virkum dögum - og reyndar líka um helgar, ef út í það er farið. Nú í hádeginu fór ég ásamt hópi guðfræðinema að snæða föstumáltíð, sem boðið er upp á í safnaðarheimili Neskirkju í hádeginu á föstudögum föstunnar. Það er ljúffengur saltfiskur, en í dag var hann eldaður með rúsínum og sesamfræjum og borinn fram með ofnbökuðum kartöflum, salati og góðu brauði. Því brauði hafði ég reyndar kynnst áður með þeirri súpu, sem gjarnan er á boðstólum í hádeginu þar. Súpa dagsins er jafnan bragðgóð í Neskirkju og alls ekki dýr, frekar en fiskurinn - og hluti saltfiskverðsins rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar.

Stundin hófst með því, að viðstaddir sungu saman sjómannasálminn "Líknargjafinn þjáðra þjóða" og báðu borðbæn sr. Hallgríms, Þurfamaður ert þú, mín sál. Þá var snætt og svo drukkið kaffi og te og undir lok máltíðarinnar hlýtt á skemmtilegt og fróðlegt erindi Ólafs Hannibalssonar um þorskinn frá ýmsum hliðum. Er Ólafur þýðandi bókarinnar "Ævisaga þorsksins".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband