Mánudagur, 5. mars 2007
Heimapróf að ná hámarki
Eins og lesa hefur mátt um á heimasíðu annars guðfræðinema situr nokkur hópur úr guðfræðideild með sveittan skallann þessa dagana við heimapróf í námskeiðinu Stef í guðfræði Nýja testamentisins: Dauðinn á milli Jesú og Páls. Reyndar gætu utanaðkomandi lesendur heimasíða margra guðfræðinema eflaust ímyndað sér, að í guðfræðideild læsu menn ekkert nema nýjatestamentisfræði. Og reyndar fer svo mikil vinna í þá grein guðfræðinnar að stundum hefur maður þessa tilfinningu sjálfur!
Hvað sem því líður eru spurningar heimaprófsins snúnar og kröfurnar harðar um framsetningu og efnistök. En allt tekur enda og í kvöld sé ég fram á að ljúka verkefnum heimaprófsins og skila því á morgun. Hvort ég er einhverju nær um dauðahugmyndir Jesúhefðarinnar, tilurð Kriststrúarsafnaða eða annað sem spurt var um, er svo annað mál!
Athugasemdir
Gangi þér vel
Lutheran Dude, 5.3.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.