Tómstundagaman

Það er skemmtilegt tómstundagaman, sem ég hef stundað allt of lítið í gegnum tíðina, að fylgjast með spurningakeppni framhaldsskólanema, Gettu betur, og hneykslast á þátttakendum fyrir að hafa ekki svör á reiðum höndum við þeim fáu spurningum, sem maður getur svarað sjálfur. Ég hef áður minnst á þessa tómstundaiðju hér á síðunni.

Í gærkvöldi fylgdist ég með viðureign Verzlunarskólans og Menntaskólans á Akureyri í átta liða úrslitum spurningakeppninnar, og þóttu mér bæði liðin standa sig býsna vel. Það er þó umhugsunarefni, að enginn keppenda skyldi vita hvaða rit Biblíunnar hefst á orðunum: "Í upphafi var orðið", og sömuleiðis, að enginn þeirra skyldi kannast við eitt merkasta sálmaskáld þjóðarinnar, Valdimar Briem frá Stóra-Núpi. Það voru orð að sönnu, sem Davíð Þór Jónsson, dómari, hafði eftir öðrum, að Sálmabók kirkjunnar væri til lítilla nota án sálma Valdimars, en vel mætti messa, þó að engir sálmar væru í bókinni, aðrir en sálmar Valdimars.

En hvað skyldi fákunnátta í biblíutextum og sálmaskáldum hjá úrvalsliðum annars fjölfróðra framhaldsskólanemenda segja okkur um kennslu í kristnum fræðum í íslenska skólakerfinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband