Þjóðkirkja í þúsund ár - einkennilegur sjónvarpsþáttur

Ég var að horfa á Netinu á "fréttaskýringaþátt" Stöðvar 2 frá því á sunnudagskvöldið um stöðu Þjóðkirkjunnar. Þátturinn þótti mér um margt einkennilegur, t.d. að því leytinu til, að engin tilraun var gerð til þess, að skýra skuldbindingar og skyldur Þjóðkirkjunnar við samfélagið. Þær skyldur eru margvíslegar, bæði menningarlegar, og hvað snertir sálgæslu og félagslega þjónustu. Þær skyldur eru í mínum huga grundvallarréttlæting þeirra fjárframlaga, sem Þjóðkirkjan nýtur umfram önnur trúfélög. 

Þá þótti mér framsetning þáttarins gagnrýni verð hvað snertir mynd- og hljóðvinnslu. Vart er hægt að tala um hlutlæga fréttamennsku í svo krítískri umfjöllun á tiltekið trúfélag, sérstaklega þegar aukið er á áhrifin með dramatískri bakgrunnstónlist.

En það er svo sem til lítils að tjá sig um þessi mál. Þó stenst ég ekki mátið að birta hér ein ummæli forstöðumanns Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, eins helsta gagnrýnanda Þjóðkirkjunnar, úr þættinum:

"Sérhver trúarstofnun, sem telur sig hafa höndlað sannleikann, verður um leið stórhættuleg, ef ekki djöfulleg."

Eru þetta ekkert sérstök ummæli úr munni manns, sem vígður er af biskupi Íslands til þjónustu við þann, sem sjálfur sagðist vera "vegurinn, sannleikurinn og lífið"? Eða gera þau ummæli Jesú Krists fylgjendur hans stórhættulega, ef ekki djöfullega?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og sæll félagi,

þetta er góð úttekt hjá þér. Nú þurfum við að standa saman að því að afhjúpa þann ósanngjarna áróður sem okkar góða kirkja verður fyrir. Því miður virðast ekki aðrir til þess verks búnir þessa dagana! 

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband