Öskudagur

Í dag er öskudagur og þar með fyrsti dagur lönguföstu. Í útvarpinu áðan hlustaði ég á viðtöl við nokkur börn, sem voru að syngja í búningum og safna sér sælgæti í Smáralindinni. Börnin hafa gaman af þessum sið, og það er gott. En mér líkaði ekki græðgin, sem birtist hjá þeim í útvarpinu. Af hverju þurfa krakkarnir svona ofboðslega mikið nammi? Verslunareigendur eru ekki skyldugir til að birgja sig upp af gotteríi til að gefa börnum á þessum degi. Ætti ég verslun gæti ég trúað, að ég hefði hana lokaða á öskudaginn. Ég geri ekki ráð fyrir, að viðskiptin séu hvort sem er neitt sérlega fjörug þá. Í það minnsta hætti ég mér sjálfur ekki í neina verslunarleiðangra í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lutheran Dude

Ég held að mörgum finnist bara gaman að hlusta á krakkana, allavega fannst mér ekkert leiðinlegt þó þau trufluðu mig í matartímanum! En gott að heyra hvað þú ert mikill barnavinur

Lutheran Dude, 22.2.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband