Á austurleið

Á morgun verð ég svo lánsamur að fá að fljúga austur á Egilsstaði og dvelja á Héraði næstu tíu dagana.

Hvers vegna er það lán, kynni eitthvert borgarbarnið að spyrja?

Vissulega er mannlífið blómlegt og náttúran falleg á Héraði. En aðalástæða þess, að það er mitt lán að fara austur á morgun, er samt sem áður sú, að eiginkona mín dvelur nú þar tímabundið vegna síns starfsnáms. Það má því segja, að frá áramótum höfum við verið í "fjarbúð" á sitt hvorum landshlutanum. - Ekki get ég nú almennt séð mælt með því sambandsformi, en einn kostur fylgir því þó, og það mikill: Samvistirnar verða enn meira tilhlökkunarefni en vanalega.

Meginástæða austurferðar minnar á morgun er þó önnur en heimsókn til Hlínar. Næstu vikuna mun ég nefnilega fá að vera í starfsþjálfun hjá sóknarpresti Eiðaprestakalls, sr. Jóhönnu I. Sigmarsdóttur, prófasti. Það verður dýrmætt tækifæri til að kynnast störfum landsbyggðarprests.

Ekki verður bloggað á Eiðum, en ferðasagan kemur á Netið eftir heimkomuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband