Starfsþjálfun lokið

Það er áföngum að ljúka hjá okkur Hlín báðum. Annan laugardag útskrifumst við bæði frá guðfræðideild, ég með embættisprófið og Hlín með djáknaprófið sem hún hefur nú bætt ofan á félagsráðgjafann. Það er reyndar mjög sjaldgæft að menn fari í 30 eininga djáknanám strax að loknu öðru námi, enn sjaldgæfara að nemendur ljúki því á einum vetri og sjaldgæfast af öllu að gera þetta hvort tveggja og ljúka auk þess samhliða starfsþjálfun djáknaefna hjá kirkjunni. Frúin á því hrós skilið fyrir eljusemi sína í þessum efnum.

Daginn í dag má reyndar telja lokadag starfsþjálfunarinnar hjá okkur báðum hvað snertir kirkjuna. Við höfum verið í starfsnámi, ég undanfarin þrjú ár en Hlín aðeins nú í vetur en á miklum hraða, og lauk því hvoru tveggja í dag með lokaviðtölum okkar við biskup og umsjónarteymi þjálfunarinnar hjá okkur hvoru í sínu lagi. Það er gott að þessum áföngum sé lokið, og nú er aðeins eftir hin formlega útskrift úr starfsþjálfun kirkjunnar, þar sem biskup afhendir okkur allmörgum nemum embættisgengi okkar við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni 3. júlí nk.

Hvort maður er frekar búinn undir þjónustu kirkjunnar nú en þegar lagt var upp í þetta ferðalag starfsþjálfunarinnar, er erfitt um að dæma. Víst er, að þjálfunin hefur verið mikil æfing í frumkvæði, ekki síst hjá mér, þar sem skipulag starfsþjálfunar prestsefna hvílir að mínum dómi að (of) miklu leyti á herðum og frumkvæði okkar prestsefnanna sjálfra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel af sér vikið hjá ykkur hjónum. Til lukku!

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Til hamingju með þessa áfanga bæði tvö! Gangi ykkur vel áfram veginn !

Sunna Dóra Möller, 4.6.2008 kl. 15:03

3 identicon

Innilegar hamingjuóskir til ykkar beggja!

Ninna Sif (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Þorgeir Arason

Hjartans þakkir, öll sömul!

Þorgeir Arason, 6.6.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband